Sjávarsæla við höfnina á morgun
feykir.is
Skagafjörður
04.06.2010
kl. 13.19
Sjómannadagurinn mun að líkindum renna upp bjartur og fagur á Sunnudag en á morgun laugardag mun Sjómannadagsráð á Sauðárkróki halda skemmtun við höfnina.
Fjörið byrjar á skemmtisiglingu í boði Fisk Seafood klukkan 11, slysavarnafélagið verður með kaffisölu í Verinu frá 12 en frá hálf tvö verður fjölbreytt skemmtidagskrá á hafnarsvæðinu.
Þá mun Sigga Beinteins skemmta auk þess sem Skagfirðingabúð mun bjóða upp á grillaðar pylsur.
Börnum sem vilja taka þátt í skemmtiatriðum er bent á að mæta í viðeigandi klæðnaði og foreldrar að láta sér ekki bregða þó að þau komi sjóblaut heim.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.