Silfur og brons á Landsmóti UMFÍ

Gauti Ásbjörnsson Mynd: umss.is

Frjálsíþróttakeppni Landsmóts UMFÍ á Akureyri lauk í gær, sunnudaginn 12. júlí en þar var Gauti Ásbjörnsson í eldlínunni ásamt félögum sínum í UMSS.

 

 

 

 

 

Gauti varð í 2. sæti í þrístökki eftir að hafa stokkið 13,69m, og í stangarstökki sveiflaði hann sér yfir rána þegar hún var komin í 4,10m og landaði þar með 3. sætinu.

 

Theodór Karlsson UMSS varð í 7. sæti í stangarstökki en hann stökk 3,40m og 8. sætið varð hans í þrístökki eftir stökk upp á 11,79m.

 

Þá varð boðhlaupsveit karla í UMSS í 1000m boðhlaupi í 8. sæti með tímann 2:06,75mín.  Sveitina skipuðu Árni Rúnar, Gauti, Guðjón og Ragnar Frosti.

 

Guðrún Ósk Gestsdóttir, sem unnið hafði sér rétt til að hlaupa í úrslitum 100m grindahlaups, varð því miður að sleppa því vegna meiðsla.

 

Heimild: Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir