Sigurjón Þórðarson sækir um starf Fiskistofustjóra

Sigurjón Þórðarson

 

Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og stundakennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er á meðal umsækjenda um starf Fiskistofustjóra.

 

 

Sigurjón er líffræðingur að mennt auk þess sem hann stundaði í  fyrravetur nám við stjórnsýslu í Háskóla Íslands en því námi mun hann ljúka núna um áramót. Sigurjón hefur síðustu tvo áratugina fylgst náið með framvindu við stjórn fiskveiða á Íslandi og víðar um heim. Hann segist hafa kynnt sér áherslur núverandi ríkisstjórnar í fiskveiðimálum og vill hann gjarnan fá að taka þátt í vinnu við að innleiða þær breytingar sem þar eru boðaðar. -Ég hef yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum og hef m.a. haldið erindi um stjórn fiskveiða í fiskveiðinefnd Evrópusambandsins í Brussel ásamt fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir Sigurjón.

Ertu bjartsýnn á að fá starfið? -Ég tel mig alla vega eiga erindi en ég reikna líka með því að það séu ýmsir aðrir sem koma til greina.

 

Umsóknarfrestur rann út í gær en það er Jón Bjarnason, sjávar- og landbúnaðarráðherra sem mun skipa í starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir