Sigurjón tekur slaginn vill Guðjón Arnar sem sjávarútvegsráðherra efni

 Sigurjón Þórðarson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Frjálslynda flokksins en Landsþing flokksins fer fram í Reykjavík helgina 19. – 20. mars. Áður hafði Guðjón Arnar Kristjánsson, sem verið hefur formaður í 7 ár, gefið það út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

-Ég hef starfað með Frjálslynda flokknum frá upphafi og hef djúpa sannfæringu fyrir því að baráttumál flokksins gegnum tíðina hefðu betur náð fram að ganga. Svo sem viðspyrna gegn einkavinavæðingu, skuldsetningu og sanngjörnu og árangursríku  fiskveiðistjórnunarkerfi, segir Sigurjón. –Ég er líka vissum að besta leið þjóðarinnar út úr kreppunni sé að fara leið Frjálslynda flokksins og horfa til þess hvar hægt sé að skapa raunveruleg verðmæti og gjaldeyri sem þjóðin þarfnast sárlega. Eins er það vaxtastig sem þjóðin býr við í dag óviðunandi og þarf að snarlækka og má segja að á þessum málum sé hálfgert Bakkabræðralag þar sem er verið að rukka hæstu vexti á byggðu bóli með annarri hendinni en með hinni er verið að afskrifa sömu lán.

Nú á flokkurinn ekki lengur rödd á alþingi er til einhvers að halda áfram?  -Við eigum sveitarstjórnarfulltrúa og ég er vissum að í komandi sveitastjórnarkosningum þá muni þeim fjölga. En það er alveg satt sem fram kemur í spurningunni að við eigum ekki fulltrúa nú á þingi og það eru margir sem sakna þeirra radda hef  ég orðið var við að það á sértaklega við um þá umræðu sem snýr að undirstöðu atvinnu þjóðarinnar, sjávarútvegsmálum, og kjörum eldri borgara og lífeyrisþega.

Áttu von á mótframboðum? –Alveg eins, ekkert sem ég hef heyrt um.

Aðspurður segist Sigurjón ekki vera kominn með fasta tölu um fjölda fulltrúa á þinginu en hvetur fólk til þess að skrá sig. -Það er mikilvægt fyrir flokkinn að Guðjón Arnar Kristjánsson skuli ætla að starfa áfram að fullum krafti með okkur og mér finnst vel koma til greina ef að flokkurinn nær að komast í ríkisstjórn þegar fram líða stundir að Guðjón Arnar taki að sér embætti sjávarútvegsráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir