Sigurjón og Jón Fía sammála?

Framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar tekur að mati Sigurjóns Þórðarsonar undir gagnrýni Frjálslynda flokksins. Sigurjón segir að áhugavert hafi verið að lesa viðtal við framkvæmdastjóra FISK Í nýjasta Feyki.  -Hann greinir ósáttur frá gríðarlegum skerðingum í aflaheimildum fyrirtækisins, sem er bein afleiðing af núverandi kvótakerfi, segir Sigurjón.

- Talfa sýndi  svakalegan samdrátt veiðiheimilda FISK á síðustu 6 árum eða  í: þorski  um 33%, grálúðu um 48% og úthafskarfa um  62%.  Á þessu tímabili hefur verið farið nánast í einu og öllu eftir ráðleggingum Hafró og veiðar handfærabáta nánast lagðar af ef frá er talið sl. sumar.   Viðtalið er því gríðarlegur áfellisdómur yfir núverandi kerfi sem skilar æ færri fiskum á land.  Ekki er það vegna þess að lítið sé af þorski,  en sjómenn FISK hafa greint frá því að drjúgur tími  fari í að forðast þorskinn þar sem hann er í miklu meiri mæli á slóðinni en kvóti skipa gera ráð fyrir.  Ábyrgir ráðamenn hljóta að leita allra leiða út úr kerfinu og eru margvísleg líffræðileg rök fyrir því að  sé að stórauka veiðar strax og gefa aukið frelsi til veiða á grunnslóðinni  sem lífgaði strax við hafnir landsins  s.s. á Hofsósi, segir Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir