Sigur í lokaleik Lengjubikarsins

 Stelpurnar í meistaraflokk kvenna Tindastóls/Neista í knattspyrnu unnu í gær, sunnudag góðan sigur gegn Fjarðabyggð/Leikni í lokaleik Lengjubikarsins. 
Fyrir leikinn var leikur Völsungs – Draupnis og ef það væri jafntefli eða sigur Draupnis, þá áttu stelpurnar okkar með sigri í sinum leik möguleika á að komast í úrslitaleikinn. Völsungur hins vegar  marði sigur 1-0 og sá draumur úr sögunni.

Fyrri hálfleikur var afskaplega tíðinda lítill og voru bæði lið ekki líklega til afreka.  Og var staðan í hálfleik 0-0.  En sem betur fer þá eru Tindastóls/Neista stúlkurnar miklar keppnisstúlkur og mættu þær ákveðnar til leiks í seinni hálfleik.  Fyrsta mark leiksins var skorað eftir um 10 sekúndur í seinni hálfleik.  Þóra tók miðjuna og gaf boltann á Rabbý.  Hún tók á rás með boltann upp völlinn, fór framhjá 2 stúlkum sendi svo á Brynhildi sem kláraði færið með vel, staðan 1-0.  Svo á 56.mínútu fékk Þóra Rut boltann á vítaboganum og gaf boltann inn fyrir vörnina og þar kom Brynhildur á ferðinni og renndi sér í boltann og söng hann í netinu, staðan 2-0.  Á 83.mínútu er boltanum spilað af hægri kanti, inn á miðjuna á Snæju sem skipti um kant.  Þar fékk Kristveig boltann á miðjum vallarhelmingi andstæðingsins og kom hún með glæsi sendingu fyrir markið, sem rataði beint fyrir fætur Rabbý sem sendi boltann örugglega í markið.  Staðan því orðinn 3-0 og urðu það lokatölur leiksins.
Leikur Tindastóls/Neista liðsins í seinni hálfleik var afskaplega góður og hafði liðið mikla yfirburði á vellinum.  Var þetta góður endir á fínu móti en súrt var að missa af úrslitaleiknum, því við vorum ansi nálægt honum.

Byrjunarlið:
Kristín Halla, Fríða Rún, Sunna Björk, Sandra, Guðný Þóra, Snæbjört, Elísabet, Rabbý, Þóra Rut, Brynhildur og Erla Björt.
Bekkur: Gyða Valdís, Karen Inga, Thelma Lind, Sigríður, Kristveig Anna og Laufey.

Skiptingar:
Á 46.mínútu komu Kristveig Anna og Laufey inn á fyrir Fríðu og Elísabetu.
Á 61.mínútu komu Sigríður og Thelma Lind inn á fyrir Erlu og Guðnýju.
Á 77.mínútu komu Gyða Valdís og Karen Inga inn á fyrir Brynhildi og Þóru.
Lokastaðan í Lengjubikarnum
1. Völsungur  12 stig
2. Tindastóll/Neisti 10 stig 
3. Draupnir   7 stig 
4. Sindri   4 stig 
5. Fjarðabyggð/Leiknir  4 stig
6. Höttur   3 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir