Sigur í fyrsta leik á Gothia Cup

3.flokkur Tindastóls

Þriðji flokkur Tindastóls kvenna tekur nú þátt í Gothia Cup alþjóða knattspyrnumóti unglinga í Svíþjóð. Stúlkurnar léku sinn fyrsta leik í morgun og völtuðu yfir lið Homka frá Finnlandi 5-0.

 

 

Stelpurnar taka létta upphitun fyrir ferðina

Stelpurnar hafa staðið í fjáröflunum frá því í fyrra, jafnvel fyrir bankahrunið mikla, en misstu aldrei sjónar á því að fara á Gothia mótið þrátt fyrir svart útlit í fyrstu. Tvíefldust þær við fjáraflanirnar og náðu því að fjármagna ferðina og flugu til Gautaborgar í gærmorgun. Að sögn heimildarmanna gekk ferðin vel og núna er bærilegt fótboltaveður á staðnum, hlýtt og sólarlaust.

 

 

 

Dagurinn verður léttur það sem eftir er því ekki verður leikinn annar leikur í dag hjá stelpunum en hver veit nema valtað verði yfir verslanirnar í Gautaborg í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir