Sigur hjá 2. flokki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
31.05.2010
kl. 09.46
Sameiginlegt lið Tindastóls, Hvatar og KS/Leifturs tók á móti Hattardrengjum frá Egilsstöðum á Sauðárkróksvelli í gær og sigruðu heimamenn með tveimur mörkum gegn einu. Þetta var býsna fjörugur leikur og bæði liðið ætluðu sér sigur í leiknum
.
Fínar aðstæður voru á Króknum og töluverður fjöldi áhorfenda sem hvatti heimamenn í leiknum. Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik þegar Hilmar Kárasn skoraði gott mark. Í þeim seinni skoraði hvort liðið sitt markið en okkar mark skoraði Björn Anton Guðmundsson.
/Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.