Sigur á mótinu svellkaldar konur

Eyrún Ýr Pálsdóttir á Reyni frá Flugmýri sigraði í Opnum flokki á ístöltsmótinu Svellkaldar konur í gærkvöldi. Mótið var haldið í Skautahöllinni í Laugadal í Reykjavík á alþjóðadegi kvenna. Í mörg ár hefur þessi keppni verið stórviðburður í hestamennskunni og gott tækifæri fyrir íslenskar konur til að láta ljós sitt skína.

Í flokki meira vanra var Petra Björk Mogensen á Keldu frá Laugarvöllum. Í flokki minna vanra varð efst Marie Jonke á Undra frá Álfhólum.

Frá þessu er sagt á vef Hestafrétta og þar er einnig að finna úrslit frá mótinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir