Sigrún Erla valin í úrslitakeppnina um titilinn Jólastjarnan 2023

Verður Sigrún Erla Jólastjarnan 2023? MYND TEKIN AF HEIMASÍÐU TÓNLISTARSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA.
Verður Sigrún Erla Jólastjarnan 2023? MYND TEKIN AF HEIMASÍÐU TÓNLISTARSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA.

Sigrún Erla Snorradóttir söngnemandi Tónlistarskóla Austur Húnvetninga verður ein af tíu sem keppa til úrslita í þáttaröðinni Jólastjarnan 2023 sem sýnd verður á Rúv. Sá sem sigrar þessa keppni hlýtur titilinn Jólastjarnan 2023 sem mun svo spreyta sig á hinum árlegu jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, ásamt aragrúa af stjörnum þann 16. desember.

Þetta er í tólfta skiptið sem þessi keppni fer fram og standa RÚV, mbl.is, Góa, KFC og Sena Live fyrir keppninni. Þáttakendur þurftu að syngja lag að eigin vali og senda inn hlekk á myndbandsupptöku af söngnum og sendi Sigrún Erla myndband af sér syngja á vortónleikum Tónlistarskólans. 

Á heimasíðu Tónlistarskólans segir ,,Það verður því einstaklega skemmtilegt að fylgjast með þáttunum í ár og óskum við Sigrúnu Erlu innilega til hamingju með frábæran árangur. Við þetta er gaman að bæta að Jón Benedikt Hjaltason er einnig á meðal keppenda. Það er því rík ástæða fyrir Húnvetninga að sitja límdir við skjáinn þegar þættirnir verða sýndir og fylgjast með þessum frábæru ungmennum."

Feykir ætlar að sjálfsögðu að fylgist náið með og birta fréttir af gangi mála.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir