Siglufjarðarskarðsgöng númer tvö í forgangsröðun jarðgangaáætlunar

Siglufjarðarvegur sumarið 2021. Mynd: Ásta Sigfúsdóttir
Siglufjarðarvegur sumarið 2021. Mynd: Ásta Sigfúsdóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti í gær tillögu að samgönguáætlun til fimmtán ára, 2024-2038. Samhliða henni er lögð fram sérstök jarðgangaáætlun með forgangsröðun jarðgangakostum.

Siglufjarðarskarðsgöng, milli Fljóta og Siglufjarðar, eru þar númer tvö í röðinni og Öxnadalsheiði númer tíu.

Jarðgangaáætlunin er sett fram til 30 ára og í henni er lögð til forgangsröðun næstu tíu jarðganga ásamt fjórum öðrum jarðgangakostum til nánari skoðunar. Jarðgöngin eiga það öll sameiginlegt að vera lykilþáttur í að treysta búsetuskilyrði um land allt og veita umferð fram hjá hættulegum og óáreiðanlegum fjallvegum.

Tíu jarðgöng forgangsraðað

  1. Fjarðarheiðargöng
  2. Siglufjarðarskarðsgöng
  3. Hvalfjarðargöng 2
  4. Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur
  5. Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur
  6. Breiðadalsleggur, breikkun
  7. Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöng
  8. Miklidalur og Hálfdán
  9. Klettsháls
  10. Öxnadalsheiði

Fjórir jarðgangakostir til nánari skoðunar

  • Reynisfjall
  • Lónsheiði
  • Hellisheiði eystri
  • Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir