Siglingarnámskeið um helgina
Núna um helgina verður boðið upp á kennslu í siglingum fyrir bæði börn og fullorðna í aðstöðu Siglingarklúbbsins Drangeyjar við Suðurgarðinn á Sauðárkróki. Áætlað er að byrja klukkan 10:00 á laugardagsmorgni.
Námskeiðið er sett upp þannig að það er einstaklingsmiðað og hentar því bæði þaulreyndum siglurum og þeim sem eru forvitnir um þessa íþrótt og langar að prófa undir handleiðslu reynds þjálfara. Þjálfari verður Martin Swift (Tinni) sem hefur bæði þjálfað og keppt í siglingum til margra ára.
Gert er ráð fyrir að hver hópur fái um einn klukkutíma í kennslu þannig hægt er að koma við hvenær sem er um daginn og sjá hvort ekki sé laust pláss í næsta hóp. Endilega kíkið við, kynnið ykkur það starf sem verið er að byggja upp og prófið að sigla.
Námskeiðið er ókeypis. Nánari upplýsingar veitir Hallbjörn (sími 862 2539).
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.