Síðasta sýningarhelgi SOLITUDE.
Sýningin SOLITUDE - Landslag í umróti í nýja sýningarsalnum Gamla kaupfélagið á Skagaströnd tekur brátt enda en hún er sett upp af Nesi Listamiðstöð á Skagaströnd í samvinnu við Neues Kunsthaus Ahrenshoop og Kunstlerhaus Lukas, er samsýning listamanna frá Íslandi, Lettlandi og Þýskalandi.
Listamennirnir unnu allir útfrá ljóðum skálda frá þessum löndum og íslensku skáldin sem listamennirnir leggja út frá eru Steinunn Sigurðardóttir og Andri Snær Magnason. Fulltrúar Íslands á sýningunni eru Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Jeannette Castioni. Verkin á sýningunni eru afkvæmi spurninga á borð við: ,,Er draumastaður mannsins ennþá til, þar sem hann getur notið einveru, unaðar og hvíldar?“ og ,,Hvernig geta listir stuðlað að meðvitaðri umgengni við náttúruna?“ Sýningunni frá Ahrenshoop í Norðaustur Þýslandi fylgir vegleg sýningarskrá.
Þessi glæsilega myndlistarsýning er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra, Fisk Seafood á Sauðárkróki og Minningarsjóði um hjónin frá Garði og Vindhæli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.