Shawn Glover á Krókinn

Shawn Glover. Mynd af Netinu.
Shawn Glover. Mynd af Netinu.

Körfuboltadeild Tindastóls hefur bundið endahnútinn á leikmannakaupin hjá karlaliðinu fyrir næsta tímabil en í dag var staðfest að Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover kæmi til liðsins. Að sögn Baldurs Þórs Ragnarssonar, þjálfara, er Glover kraftframherji sem spilað hefur á Spáni, Danmörku, Ísrael og Úrugvæ.

Glover er þrítugur tveggja metra maður, fæddur 1990 í Dallas í Texas. Á Íslandi mun hann væntanlega hitta sinn gamla þjálfara í Danmörku, Israel Martin, sem stjórnaði Bakken Bears á sínum tíma. Aðspurður um fleiri mannaráðningar segir Baldur að ekki sé von á fleirum í Stólaliðið en þeir Glover og Litháinn Antanas Udras, sem einnig er kominn í raðir Tindastóls og sagt var frá í gær, eru væntanlegir á Krókinn í lok ágúst.

Hér fyrir neðan má sjá tilþrif hins nýja liðsmanns Stóla Shawn Glover.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir