Séra Sigurður Grétar valinn í Útskálaprestakalli
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
19.08.2009
kl. 11.05
Valnefnd í Útskálaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi ákvað á fundi sínum mánudaginn 17. ágúst að leggja til að sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur á Hvammstanga verði skipaður sóknarprestur í Útskálaprestakalli. Embættið veitist frá 1. september.
Tíu umsækjendur voru um embættið. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu fulltrúar Útskálaprestakalls ásamt prófasti Kjalarnessprófastsdæmis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.