Sendiherra Þýskalands lést í bílslysi í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
26.01.2010
kl. 08.28
Sendiherra Þýskalands, Dr. Karl-Ulrich Müller, fannst látinn í bifreið sinni í Norðurárdal í Skagafirði í gær. Sendiherrann hafði haldið frá Reykjavík á sunnudag en ekki skilað sér á áfangastað og því hófu lögregla og björgunarsveitir víðtæka leit í gær. Bíllinn fannst síðan með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar út í Norðurá skammt frá bænum Kotum.
Að sögn lögreglu er ekkert vitað um tildrög slyssins annað en að bíllinn fór út af veginum og lenti í Norðurá. Slysið er rannsakað sem hvert annað umferðaróhapp. Dr. Müller hafði verið sendiherra hér síðan í ágúst 2007
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.