Selasigling á Miðfirði
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
04.03.2010
kl. 08.32
Í vor er áætlað að hefja siglingar með farþega í selaskoðun frá Hvammstanga. Talið er að á milli þrjátíu og fjörutíu þúsund manns hafi komið í Húnaþing á síðasta ári til að skoða sel af landi og nú verður hægt að skoða selinn af sjó.
Selasigling ehf. hefur keypt tuttugu tonna eikarbát sem verður breytt til þessara siglinga á Miðfirði. Meðal annars verður opnað niður í lest og gerð þar aðstaða fyrir farþega. Fyrsta siglingin er áætluð 17. maí.
Heimild: Rúv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.