Selasetrið hefur mikið aðdráttarafl

selasetur (17)Komum ferðamanna í Selasetur Íslands fjölgaði um tæp 47% í ágústmánuði miðað við sama tíma í fyrra, þar af fjölgaði Íslendingum um 18% en erlendum ferðamönum um 57%.

 

Selasetrið hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en heildarfjölgun íslenskra gesta setursins fyrstu átta mánuði ársins er tæp 32% en erlendra gesta um 62%. Þann 1. september voru gestir setursins orðnir 5804, en það er 51% aukning frá fyrra ári. Sala aðgangseyris jókst að sama skapi um tæp 90%.

 

selasetur (12)Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir framkvæmdastjóri Selasetursins þakkar þessa aukningu því að fleiri ferðamenn séu á ferðinni sem og það að sérstakt kynningarátak var í gangi í sumar. Krökkum er gefinn kostur á að leika sér við ýmislegt á setrinu bæði inni og úti.  

 

Þrjár listsýningar hafa staðið uppi í sumar sem hafa aukið vægi sýninga  Selasetursins en þær eru ljósmyndir Helgu Hinriksdóttur, grafíkverk Elvu Hreiðarsdóttur og textílverk Hrafnhildar Sigurðardóttur.

 

Selasetrinu vinna sjö manns. Auk Hrafnhildar eru tveir að vinna í upplýsingum, tveir í rannsóknum og tveir eru rannsóknarnemar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir