Samstarfsfólkið veitti Söru Jane viðurkenningu

grettissund01Sarah Jane Emily Caird starfsmaður Fisk Seafood varð fyrst kvenna til að synda Grettissund þann 15.ágúst 2009 og synti á tímanum 3 klst.og 11 mínútum.
Í tilefni af þessu glæsilega afreki færði Jón E Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood hf. Söru viðurkenningarskjal frá fyrirtækinu og samstarfsfólki.

Fjöldi starfsmeanna Fisk Seafood voru viðstaddir afhendinguna. Á skjalinu kemur m.a. fram kafli úr Grettissögu þar sem sundi Grettis árið 1030 er lýst.

Heimild: Fisk.is

grettissund02

grettissund03

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir