Samstaða gagnrýnir sameiningu heilbrigðisstofnanna

Stéttarfélagið Samstaða gagnrýnir harðlega þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að sameina heilbrigðisstofnanir á stórum svæðum og veikja þar  með grundvöllinn fyrir heilbrigðisþjónustu við íbúa heilla héraða. 
Í ályktuninni segir ; -Heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi og Hvammstanga hafa veitt góða þjónustu og öryggi fyrir sjúka og aldraða og Húnvetningar hafa sýnt hug sinn til þessara stofnana með söfnunum og gjöfum til tækjakaupa og uppbyggingar betri aðstöðu yfir langt tímabil. Það er því vegið harkalega að íbúum svæðisins  og starfsfólki þessara stofnana með þessari ákvörðun og ekkert liggur fyrir um að þessar skipulagsbreytingar skili einhverri hagræðingu. Hitt er augljóst að þessar stofnanir missa sjálfstæði sitt og  störfum mun fækka á okkar svæði en fjármagn og þekking færist úr héraðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir