Samstaða ályktar

Frá Blönduósi

Stjórn Stéttarfélagsins Samstöðu sendi frá sér ályktun frá fundi þeirra í gær en þar er mótmælt þeirri skerðingu á fjárveitingu til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sem eru  í fjárlögum v/2010.

Ályktun frá stjórn mánudaginn 26. 10.

Stéttarfélagið Samstaða mótmælir þeirri miklu skerðingu á fjárveitingu til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sem eru  í fjárlögum v/2010. Þetta er mikið meiri skerðing en  sambærilegar stofnanir verða fyrir  talað er um 5% skerðingu í heilbrigðisþjónustu en HSB er gert að skera niður á annan tug  prósenta.Ef þessi niðurskurður kemur t il framkvæmda , verður  höggið stórt og  stofnunin verður veik á eftir, þjónusta skerðist og margir missa vinnu.  Stéttarfélagið Samstaða minnir á að í stöðugleikasáttmálanum sem ríkisstjórn Íslands er aðili að segir,  að mikilvægt sé að verja undirstöður velferðarkerfisins og verja störf jafnt á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera.

Með þessum mikla og ósanngjarna niðurskurði eru þessi markmið stöðugleikasáttmálans þverbrotin  og  það ekki ásættanlegt. Þá  er það  krafa félagsins að umfang skattahækkana verði ekki meira en kveðið er á um í Stöðugleikasáttmálanum og að umsamin hækkun persónuafsláttar komi til framkvæmda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir