Samningur undirritaður í Græna salnum

Fyrir skömmu var undirritaður þriggja ára samingur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annars vegar og Króksbíós hinsvegar um áframhaldandi leigu Króksbíós á Félagsheimilinu Bifröst.

Í stjórn Króksbíós eru Sigurbjörn Björnsson, Bára Jónsdóttir og Guðbrandur J. Guðbrandsson, en í hússtjórn Bifrastar sitja Ingunn Á. Sigurðardóttir og Íris Baldvinsdóttir fyrir hönd sveitarfélagsins, en Sigurveig D. Þormóðsdóttir fyrir hönd Leikfélags Sauðárkróks.

Á myndinni sjást Ingunn og Guðbrandur undirrita samninginn, glöð í bragði.

/LS

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir