Samkeppnisstofnun fylgist með Mjólkur-sölu

ks-logoÍ Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að Samkeppnisstofnun muni fylgjast náið með hugsanlegum kaupum KS en í ljósi þess að KS er í nánu samstarfi við Mjólkursamsöluna hafa ýmsir bent á að salan gæti stangast á við samkeppnislög. 

Ólafur Magnússon, aðaleigandi Mjólku og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir viðræður um aðkomu nýrra hluthafa að fyrirtækinu vera á lokastigi en staðfest er að Kaupfélag Skagfirðinga sé á meðal þeirra sem sýnt hafa fyrirtækinu áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir