SAH gefur út verðskrá
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.09.2009
kl. 11.54
Stjórnir SAH Afurða ehf. og SAH Svf. Gengu frá verðskrá fyrir sauðfjárafurðir á fundi sínum í gærmorgun. Ákveðið var að greiða sama verð og á fyrra ári, fyrir allt dilkakjöt en það jafngildir ríflega 9% hækkun á verði til bænda.
Það kemur til út af því að ekki er lengur útflutningsskylda á kindakjöti en hún var um 28% af dilkakjöti í fyrra og mun lægra verð greitt fyrir þær afurðir en á innanlandsmarkað. Ærkjöt lækkar nokkuð í verði enda átt erfitt uppdráttar í samkeppni á kjötmarkaði undanfarna mánuði. Innlegg verður sem fyrr greitt út á föstudegi eftir innleggsviku.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.