Sænsku tvíburarnir Anton og Oskar Örth til liðs við Stólana
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við sænsku tvíburana Anton og Oskar Örth um að leika með meistaraflokksliðinu í sumar. Kemur fram á heimasíðu Tindastóls að þeir séu fæddir árið 1995 og hafi æft með liðinu frá því í byrjun febrúar.
Haft er eftir Donna þjálfara að þeir Oskar og Anton séu stórir, sterkir og vel skólaðir leikmenn, mjög fjölhæfir og geta leyst margar stöður á vellinum, þó aðallega á varnarhelmingnum.
„Þetta eru toppstrákar sem komu hingað að eigin frumkvæði því þeir vildu kynnast einhverju nýju og langar að upplifa Ísland. Þeir voru spenntir fyrir náttúrunni, menningunni og auðvitað fótboltanum. Þeir hafa staðið sig mjög vel á æfingum og smellpassað inn í okkar flotta hóp. Algerir öðlingsdrengir sem við bjóðum hjartanlega velkomna til okkar,“ segir Donni um sænsku töffarana á Tindastóll.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.