RÚV og sjávarútvegurinn

Ríkisútvarpið (RÚV) gefur ekkert eftir í því draga upp þá mynd að sjávarútvegurinn sé undirrót vandræða, sukks og svínarís. Á vef RÚV sl. miðvikudag var vitnað í skýrslu eftirlitsnefndar til efnahags- og viðskiptaráðherra, samkvæmt lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og því slegið upp sem fyrir sögn að milljarðar hafi verið afskrifaðir frá hruni og svo kom eftirfarandi texti:

„Fimm sjávarútvegsfyrirtæki hafa samtals fengið nærri þrettán milljarða afskrifaða frá hruni. Eigendur hafa í öllum tilfellum haldið fyrirtækjunum með gögnum og gæðum.“

 

Síðan kemur umfjöllun um þá rúmlega 336 milljarða sem voru afskrifaðir hjá öðrum fyrirtækjum. Að endingu er aftur fjallað um sjávarútveginn og talið sérstaklega eftirtektarvert að skuldum hafi ekki verið breytt í hlutafé hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum.

Þessi nálgun er vitanlega alveg furðuleg í ljósi þess að fjárfestingar- og eignarhaldsfélög (7 fyrirtæki) fengu nærri 170 milljarða afskrifaða og rúmum 2.5 milljörðum eða 1% var breytt í hlutafé ! Verslunar- og þjónustufyrirtæki (13 fyrirtæki) fengu nærri 89 milljarða afskrifaða, rúmum 9 milljörðum var breytt í hlutafé eða 7% . Sjávarútvegsfyrirtækin (5 fyrirtæki) skulduðu minnst, fengu nærri 13 milljarða afskrifaða eða svipað prósentu hlutfall en engu var breytt í hlutafé. Þetta reyna einhverjir hjá RÚV að gera tortryggilegt. Því er ekki spurt hvernig standi á því að eingöngu 1%,  2.5 milljarði af lánum til fjárfestingar- og eignarhaldsfélaga var breytt í hlutafé þar sem nærri 170 milljarðar voru afskrifaðir?

Málinu var svo samviskusamlega fylgt eftir í Kastljósinu.

Samkvæmt skýrslunni voru 12.792.335.783 milljarðar afskrifaðir hjá sjávarútvegsfyrirækjum en 323.330.779.989 hjá öðrum fyrirtækjum. Hvernig í ósköpunum stendur á því að þessi nálgun á þetta mál er valin? Sjávarútvegurinn er alls ekki hafinn yfir gagnrýni en er ekki rétt að fagna því að MINNSTU afskriftirnar séu hjá fyrirtækjum í þeirri grein.

Umfjöllun um helstu atvinnugrein þjóðarinnar hefur verið byggð á upphrópunum, öfund, vanþekkingu og pólitík en við hljótum að geta gert þá kröfu á Ríkisútvarpið að það falli ekki í sömu gryfju.  Til að lesendur sjái þetta með eigin augum þá læt ég fylgja með töflu úr fyrrnefndri skýrslu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir