Runnakrybba á Náttúrustofunni,
Á vef Náttúrustofu Norðurlands er sagt frá því að undarlegt grænt skordýr hafi fundist á Akureyri fyrir skömmu sem að öllu jafna á ekki að finnast hér á landi og er nú í vörslu Náttúrustofu NV.
Benedikt Víðisson sem vann við garðslátt á Akureyri tók eftir einhverju sem hoppaði á undan slátturvélinni og kannaðist hann ekki við kvikindið. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að senda gestinn á Náttúrustofuna á Króknum sem reyndist við nánari skoðun líklega vera Great Green Bush Cricket (Tettigonia viridissima)eða Runnakrybba. Ekki er vitað til að þessi tegund hafi fundist hér áður og er því hér um nokkuð sérstakan fund að ræða. Líklegt er að skordýrið hafi borist til landsins í gám eða með skemmtiferðaskipi.
Runnakryppan dvelur nú í góðu yfirlæti hjá starfsmönnum Náttúrustofu og eru allir velkomnir að skoða gripinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.