Rúnar Már með glæsimark fyrir St. Gallen
Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn skagfirski, Rúnar Már Sigurjónsson, skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu nú um helgina í 3-0 sigri St. Gallen í svissnesku deildarkeppninni. Rúnar, sem er félagsbundinn Grasshoppers í Sviss, hafði vistaskipti nú í janúarglugganum og spilar með liði St. Gallen sem er að berjast um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
St. Gallen og Grasshoppers eru bæði í baráttunni í efri hluta deildarinnar en Rúnar virðist búinn að koma sér vel fyrir hjá sínu nýja liði og tryggja sér sæti í byrjunarliðinu. Í frétt á Fótbolti.net kemur fram að St. Gallen sé að spila leikkerfið 3-5-2 og Rúnar sé þar sem djúpur miðjumaður og geri sterkt tilkall til landsliðssætis fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer í Rússlandi í sumar eins og alþjóð veit.
Eftir því sem Feykir.is kemst næst er lið Grasshoppers í Zurich en lið St. Gallen er með sína heimahaga í St. Gallen, austur af Zurich, nálægt landamærum Austurríkis, Þýskalands og Liechtenstein með íbúafjölda í kringum 75 þúsund.
Hér má smella á frétt Fótbolta.net þar sem skoða má glæsimark Rúnars >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.