Rotþró á reki
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
15.12.2008
kl. 08.48
Björgunarsveitin Húnar var beðin um að fara út á Miðfjörð um helgina að athuga með rekald sem sást á firðinum en reyndist vera rotþró.
Farið var á Káraborginni en erfiðlega gekk að draga rotþróna þar sem hún fylltist af sjó um leið og hún var færð úr stað. Þurfti því að fara með hann stystu leið að landi og var henni komið á land fyrir utan Framnes. Þar voru staddir þeir Guðmundur og Beggi úr áhaldahúsinu og tóku við henni og komu henni í geymslu. Nokkrar myndir sem teknar voru í leiðangrinum er að að finna á vef Björgunarsveitarinnar Húna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.