Rökkurganga allar helgar fram að jólum
feykir.is
Skagafjörður
10.12.2008
kl. 08.39
Það verður boðið upp á rökkurgöngu í gamla bæinn í Glaumbæ dagana , 13.,14. og 21. desember kl. 17. Í rökkurgöngu ganga gestir um gamla bæinn í Glaumbæ með aðeins kerti safnvarðar til lýsingar. Er síðan safnast saman í baðstofunnu við kertaljós þar sem sagðar eru sögur tengdar jólum og jólahaldi Skagfirðinga fyrr á tímum.
Allt að 20 manns komast í bæinn í einu og tekur gangan um 20 - 30 mínútur. Einnig er opið í Áskaffi þar sem boðið er upp á kaffi og með því.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.