Rjúpnaveiðar að hefjast

rjupur_hofsos  (2)Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á morgun og stendur til sunnudagsins 6. desember. Veiðar eru heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu.

Þær voru spakar rjúpurnar sem kroppuðu í húsagarði á Hofsósi um daginn

Sölubann gildir áfram á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum. Á vef Umhverfisstofnunar eru rjúpnaskyttur sem fyrr hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar. Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir