Ritningalestur bæði á íslensku og þýsku
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
05.01.2009
kl. 15.18
Fyrsta dag ársins 2009 var nýársmessa svæðisins haldin á Staðarbakka í Miðfirði. Það eru margir sem hafa það fyrir venju að fara í messu á nýársdag og í ár var þétt setin kirkjan.
Ekki voru kirkjugestirnir allir af íslenskum uppruna því ágætlega stór hópur af þjóðverjum fylgdi Arinbirni í messuna og létu þeir sig hafa það að arka á milli bæja. Ritningarlesturinn fór því bæði fram á íslensku og þýsku.
Heimild Húnahornið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.