Ríkjandi sunnanátt og milt veður

Einar Sveinbjörnsson hefur gefið út verðurspá helgarinnar og er spáin bara nokkuð góð. Ríkjandi sunnanátt, milt og lengst af þurrt norðaustan- og austanlands, en vætusamara syðra. 
Spá Einars:

Föstudagur 7. ágúst:
Fremur þungbúið og lengst af rigning eða skúrir um sunnan- og vestanvert landið.  Skýjað og minniháttar rigning vestantil á Norðurlandi, en þurrt austan Tröllaskaga austur um á sunnanverða Austfirði.  Um austanvert landið mun sums staðar sjást til sólar annars verður nokkuð af hærri skýjum ef að líkum lætur.  Hiti 17 til 20 stig þegar best lætur norðan og austantil. Annars verður hitinn þetta 9 til 13 stig. Strekkings SA-átt um landið suðvestan- og vestanvert eða 8-12m/s.  Það er minnkandi lægðarmiðja undan Reykjanesi sem þessu veldur. 

Laugardagur 8. ágúst:
Léttir til norðaustan- og austanlands og þar er búist við fínu sumarveðri og hita 18 til 22 stig.  S-áttin fer hægt minnkandi, þó 8-10 m/s fram eftir degi sums staðar vestanlands. Skúraleiðingar sunnan- og vestanlands, minniháttar úrkoma en fer nærri því að ver a samfelld við Breiðafjörð og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Sunnudagur 9. ágúst:
Áfram að mestu léttskýjað norðan- og austanlands og að öllum líkindum léttir til norðaustantil.  Lægðin að mestu úr sögunni, en þó hæg SV- og V-átt líkleg yfir landinu.  Skýjað og rigning eða skúrir um landið vestanvert, frá Mýrdal vestur og norðurfyrir á utanverðan Tröllaskaga. Fremur hlýtt eða allt að 17 til 20 stiga hitai eystra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir