Ríkið gaf og ríkið tók

 Niðurstaða athugunar SSNV um störf á vegum ríkisins sýnir að nettó fjölgun ríkisstarfa er 1,2 störf milli árana 2008 og 2009. Áður hafði á þessum tíma verið lofað fjölgun upp á 25 störf en sú fjölgun var niðurstaða vinnu Norðvestur nefndar.
Stjórn SSNV mótmælti á síðasta fundi sínum harðlega þessari fækkun starfa á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra. í ályktun stjórnar segir; -Stjórnin minnir á að árið 2008 var gert sérstakt átak í fjölgun ríkisstarfa á Norðurlandi vestra og gerði það átak ráð fyrir fjölgun starfa um 25. Þau áform hafa að mestu gengið eftir en önnur störf hafa horfið í staðinn þannig að heildarfjölgun 1,2 stöðugildi á milli árana 2008 og 2009. Stjórn SSNV fer fram á það við alþingismenn NV kjördæmis og ríkisstjórn Íslands þessir aðilar beiti sér fyrir því að við fjárlagagerð ársins 2011 verði störfum á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra ekki fækkað meira en orðið er, og áfram verði  tryggt fjármagn í þau verkefni sem nú þegar njóta stuðnings ríkisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir