Reykköfun í nýju sundlauginni á Blönduósi

Slökkvilið Brunavarna A-Húnavatnssýslu hélt fyrir stuttu venjubundna æfingu fyrir sitt lið þar sem farið var í kjallara nýju sundlaugarinnar á Blönduósi og æfð reykköfun og reyklosun. Kjallari sundlaugarinnar er mjög stór og getur því verið erfiður yfirferðar ef svo ber við.

Tvö teymi reykkafara fóru niður í einu og unnur slökkvlismenn að því að koma einum "manni" út úr rýminu ásamt því að koma "eiturefnum" út úr kjallaranum líka. Æfingin gekk vel í alla staði segir á heimasíðu Slökkviliðsins en þar má skoða myndir af starfsemi þess í myndasafni.

/slokkvibill.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir