Reglur um byggðakvóta samþykktar í Húnaþingi
Byggðarráð Húnaþings vestra hefur samþykkt reglur um úthlutun 50 þorskígildistonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2009/2010. Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 2010 gilda með eftirfarandi viðaukum/breytingum:
a) Byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 675/2009 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 82/2010 að öðru leyti. Skipting er eftirfarandi: 35% er skipt jafnt milli ofangreindra skipa og 65% milli ofangreindra skipa þannig að til viðmiðunar verði löndunarhæsta ár útgerðar í Hvammstangahöfn í þorskígildum talið.
Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár nú 2006/2007, 2007/2008 og 2008/2009.
b) Ákvæði 4. gr. reglugerðar nr. 82/2010 um 15 þorskígildislesta hámarksúthlutun er fellt niður.
c) Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 82/2010 er felld niður og því orðast 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar þannig: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað ... o.s.frv.
Rökstuðningur/viðaukar/breytingar frá reglugerð 82/2010 er felast í tillögum Húnaþings vestra eru eins og sérákvæði Húnaþings vestra voru endanlega hvað varðar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009. Hvað a) lið varðar þá er um sömu ákvæði að ræða og s.l. fiskveiðiár, rökstuðningur úthlutun byggðakvóta til Húnaþings vestra er vegna skerðingar í veiðum og vinnslu á rækju. Hvað b) lið varðar þá er um sömu ákvæði að ræða og s.l. fiskveiðiár. Tillaga um að aftengja hámarksúthlutun 15 þorskígildistonn til einstakra fiskiskipa/báta er rökstudd með því að annars verður því ekki viðkomið að úthluta öllum byggðakvótanum. Hvað c) lið varðar þá er rökstuðningur sveitarstjórnar sá að í byggðarlaginu er engin bolfiskvinnsla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.