Rebekka og Inga Sólveig verða með Stólastúlkum í vetur
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimakonurnar Rebekku Hólm Halldórsdóttur og Ingu Sólveigu Sigurðardóttur um að leika með kvennaliðinu komandi tímabil. Níu lið eru skráð til leiks í 1. deild kvenna og verður spiluð þreföld umferð. Fyrsti leikur Tindastóls verður í Síkinu 23. september en þá kemur b-lið Breiðabliks í heimsókn.
Fyrr í sumar höfðu þær Anna Karen Hjartardóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Klara Sólveig Björgvinsdóttir og Kristín Halla Eiríksdóttir skrifað undir samning við lið Tindastóls og þar á undan hafði Ingigerður Hjartardóttir skrifað undir samning fyrir næsta tímabil.
Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að bandaríska körfuknattleikskonan Chleo Wanink hefði samið við Tindastóls en körfuknattleiksdeildin stefnir á að kvennaliðið verði skipað tveimur erlendum leikmönnum í vetur. Þá var nýverið gengið frá ráðningu á sænska þjálfaranum Pat Ryan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.