Rannveig Gísladóttir gerir það gott í Los Angeles

Mynd af heimasíðu Rannveigar

Húni.is greinir frá því að Rannveig Gísladóttir, ungur Blönduósingur í húð og hár, er aldeilis að gera það gott í henni Ameríku.

Rannveig hlaut skólastyrk eftir að hafa unnið hönnunarkeppnina Fashion Group International í Los Angeles fyrr á þessu ári en þar notaði hún m.a. fiskroð frá Sjávarleðri á Sauðárkróki. Rannveig eða Ranna eins og flestir kalla hana, leggur stund á fatahönnun við The Fashion Institute of Design and Merchandising í Los Angeles.

 

Ranna hefur í nokkurn tíma hannað og selt skemmtilegar samfellur, boli og buxur með áprentuðum fígúrum sem hún býr til sjálf. „Þetta eru krúttlegar en svolítið furðulegar fígúrur sem ég er með í stöðugri þróun. Ég prentaði þær upphaflega á samfellur en er nú farin að gera buxur og boli í hinum ýmsu stærðum líka“ segir Ranna í viðtali við fréttamann Fréttablaðsins um helgina. Nánar má lesa um Rannveigu og hennar nám á http://www.facebook.com/rannadesign.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir