Rannís kynning á Hólum

Háskólinn á Hólum og Rannís boða til kynningar á Rannsóknasjóði í stofu 205 á Hólum miðvikudaginn 5. maí kl. 14.30 – 16.00. Magnús Lyngdal Magnússon frá Rannís mun kynna hlutverk sjóðsins, þá styrkmöguleika sem eru í boði auk þess sem fjallað verður almennt um umsóknir og mat þeirra. Að því loknu gefst viðstöddum færi á að spyrja.

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. / The role of the Icelandic Research Fund is to support scientific research in Iceland. For this purpose the Fund supports specific research projects of individuals, research teams, universities, research institutes, and companies.

Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki / The Icelandic Research Fund allocates three types of grants:

* Öndvegisstyrki / Grants of Excellence
* Verkefnastyrki / Project Grants
* Rannsóknastöðustyrki / Postdoctoral Grants

Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn og allar umsóknir skulu vera á ensku.

Næsti umsóknarfrestur er 1. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir