Ragnar Frosti góður á sænska meistaramótinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.08.2009
kl. 09.40
Ragnar Frosti Frostason UMSS keppti á sænska meistaramótinu í frjálsíþróttum í Malmö um helgina. Hann náði sínum besta árangri á árinu í 400m hlaupi og var nálægt því að komast í úrslit.
Ragnar Frosti hljóp í undanrásum á 49,52sek og átti níunda besta tímann, en átta hlupu til úrslita. Sigurvegari í úrslitahlaupinu var Nil de Olivera sem hljóp á 46,76sek.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.