Raggi er frumlegasta furðufígúran á Hofsósi

Furðufígúran Raggi
Furðufígúran Raggi

Bæjarhátíðin Hofsós heim byrjaði á fimmtudegi þar sem íbúar og gestir voru hvattir til að sameinast við að skreyta götur og hús. Í ár var skellt í keppni hver myndi gera frumlegustu furðufígúruna og veitt verðlaun fyrir.

Það voru þau Fjólmundur Karl Bergland Traustason og Linda Rut Magnúsdóttir ásamt börnum sem unnu verðlaun frá KS Eyri fyrir þessa glæsilegu furðufígúru. Þvílík smíði og metnaður.

Fígúran er rúmur þrír og hálfur metri, með vængi og fjórar hendur. Ein höndin er á gorm og er hún því oft með hangandi hendi þegar blæs. Það er því viðeigandi að fígúran heitir Raggi, enda var Raggi Bjarna iðulega með hangandi hendi. Það sem ýtir enn frekar undir nafnið er að hún er rosaleg, líkt og Raggi rosalegi sem býr einmitt á Hofsósi.

Nær allt efnið í styttuna er endurnýtt og má því segja að hún sé afar lítið kolefnisspor. Það er vel við hæfi því á Hofsósi er starfrækt endurnýtingarmiðstöðin Verðandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir