Ráðuneytið neitar að staðfesta aðalskipulag

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að fresta staðfestingu hluta aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar hvað varðar legu Hringvegar á um 15 km kafla sem er nærri Varmahlíð.

Ráðuneytið tekur undir sjónarmið Skipulagsstofnunar og Vegagerðarinnar í þessu sambandi og beinir þeim tilmælum til sveitarfélagins og Vegagerðarinnar að leitað verði leiða til að finna lausn á því hvar vegurinn geti legið. En um er að ræða 6 km styttingu á Hringveginum og aukið umferðaröryggi en sveitarfélagið leggur áherslu á mikilvægi þjónustu og verslunar.

Skipulagsstofnun hafði lagt til við umhverfisráðherra að hluta skipulagsins yrði frestað vegna óska Vegagerðarinnar um nýja legu Hringvegarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir