Prófannir í Farskólanum

Mynd: Heimasíða Farskólans

Á heimasíðu Farskólans segir að þessa dagana stendi það yfir miklar  prófaannir hjá skólafólki  og á það jafnt við um fjarnema sem aðra skólanemendur. Alls eru fjarnemar skráðir í  yfir 100 próf í Farskólanum. Þetta eru nemendur frá Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur.

Einnig er haustnámskeiðum að ljúka, m.a. tveimur íslenskunámskeiðum á Sauðárkróki og einu á Hvammstanga. Nemendur Grunnskólans á Hofsósi og nemendur í Eflum byggði í Húnavatnssýslu fara í jólafrí í næstu viku og mæta aftur í skólann í byrjun janúar.

Mynd: Heimasíða Farskólans

Vinna er hafin við námsvísi vorannar og er stefnt að því að hann verði tilbúinn um miðjan janúar. Hvetur Farskólinn íbúa á Noðurlandi vestra til þess að hafa samband og koma með ábendingar um eftirsóknarverð námskeið á nýju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir