Prjónagleði á Blönduósi dagana 10. - 12. júní
Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar munu standa fyrir hátíðinni ,,Prjónagleði” helgina 10. - 12. júní 2016 í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Prjónagleði hefur það að markmiði að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk frá Íslandi sem og erlendis frá til að deila og miðla reynslu, læra eitthvað nýtt og hafa gaman.
Á Prjónagleði verður m.a. boðið upp á:
- Setningarathöfn þar sem sjónvarpsmaðurinn Gísli Einarsson stígur á svið og heldur fyrirlestur um íslensku lopapeysuna ásamt því að Héléne Magnússon verður með tískusýningu á hönnun sinni.
- Ellefu mismunandi námskeið og þrjá ólíka fyrirlestra.
- Spunakeppni – koma ull í fat.
- Sölubásar í íþróttahúsinu en þar munu Prjónakerling, Húnabúð, Storkurinn, Ríta og Páll Grenigerði, Þingborg, Amma mús, Auður, norskir Prjónarar, Húnaprjón bjóða til sölu ýmsan varning sem tengist prjóni, svo sem pjónuð klæði, garn, tölur, prjónabækur og margt, margt fleira. Sjón er sögu ríkari.
- Veitingasala
Aðgangur að Prjónagleði kostar 2.000 kr. og gildir aðgangsmiði /armband alla helgina. Hægt verður að kaupa miða á Pjónagleði, setningarathöfn og á þau námskeið og fyrirlestra sem enn er laust á frá kl. 12:00 á föstudaginn en þá opnar miðasala sem verður í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar. Athugið að aðeins verður hægt að kaupa á auglýstum opnunartíma miðasölu en ekki við inngang viðburða.
Prjónagleði fær innblástur sinn frá prjónahátíðinni Fanö sem haldin er í Danmörku (www.strikkefestival.dk). Textílsetrið hlaut styrk frá Nordplus 2015 til þess að heimsækja prjónahátíðina í Fanö og hitta þar skipuleggjendur hátíðarinnar. Þess má geta að skipuleggjendur hátíðarinnar í Fanö verða gestir okkar á Prjónagleði.
Meðfylgjandi er dagskrá hátíðarinnar, nánari upplýsingar, s.s. lýsing á námskeiðum, fyrirlestrum öðrum viðburðum má finna á heimasíðu Textilseturs Íslands; www.textilsetur.com.
|
|
Tími |
Hvar haldið? |
Afhending og sala miða |
föstud |
12:00-18:00 |
Íþróttahús |
Sölusýning og veitingasala |
föstud |
14:00-18:00 |
Íþróttahús |
Setningarathöfn - Opening ceremony |
föstud |
20:00-21:30 |
Félagsheimili |
|
|
|
|
Afhending og sala miða |
laugard |
8:30-18:00 |
Íþróttahús |
Sölusýning og veitingasala |
laugard |
10:00-18:00 |
Íþróttahús |
Áferðir/prjóntækni - Structure / technique (Icelandic, Danish) |
laugard |
9:00-12:00 |
Blönduskóli |
Byrjað á sjali við hnakka - knitted shawl from the neck (Icelandic, English) |
laugard |
9:00-12:00 |
Blönduskóli |
Hjaltnesk sjalamynstur - Exploring Shetland Lace (English) |
laugard |
9:00-12:00 |
Blönduskóli |
Tilbrigði við stroffprjón - Ribbing with a twist (Icelandic, English) |
laugard |
9:00-12:00 |
Blönduskóli |
Vefprjón - Weave knitting (Icelandic) |
laugard |
9:00-12:00 |
Blönduskóli |
Vettlingar prjónaðir frá hlið - Mittens knitted from side to side (Icelandic, English) |
laugard |
9:00-12:00 |
Blönduskóli |
|
|
|
|
Litirnir á Fanø - The colors of Fanø (English) |
laugard |
12:00-13:30 |
Félagsheimili |
Spunakeppni - koma ull í fat |
laugard |
14:00 - ? |
Íþróttahús |
|
|
|
|
Tvöfalt prjón - Double knit (Icelandic, Danish) |
laugard |
14:00-17:00 |
Blönduskóli |
Prjónum, skreytum og sköpum - Knitting, decorating and creating (Icelandic, Lithuanian) |
laugard |
14:00-17:00 |
Blönduskóli |
Prjónavíman - The Knitting Spell (Icelandic, English) |
laugard |
17:00-18:00 |
Blönduskóli |
|
|
|
|
Hátíðarkvöldverður - Reception dinner |
laugard |
20:00-22:30 |
Félagsheimili |
|
|
|
|
Afhending og sala miða |
sunnud |
8:30-12:00 |
Íþróttahús |
Sölusýning og veitingasala |
sunnud |
9:00-12:00 |
Íþróttahús |
Frágangur á prjóni - To make up (Icelandic, Danish) |
sunnud |
9:00-12:00 |
Blönduskóli |
Hjaltneskt mynsturprjón - Fair Isle Knitting (English) |
sunnud |
9:00-12:00 |
Blönduskóli |
Illeppar með rósaprjóni - Traditional Icelandic intarsia (Icelandic/English) |
sunnud |
9:00-12:00 |
Blönduskóli |
Jurtalitunarhefð á Íslandi - Traditional Icelandic Yarn Dyeing (Icelandic/English) |
sunnud |
12:30-14:00 |
Blönduskóli |
Föstudaginn 10. júní kl. 17:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi: Iðunn Vignisdóttir verður með fyrirlestur um Kvennaskólann og að honum loknum verður Jóhanna Pálmadóttir með kynningu á Vatnsdælureflinum. Þá verður einnig boðið upp á leiðsögn um Kvennaskólahúsið.
Aðgangseyrir 1000 kr. – sem greiðst á staðnum.
Þá viljum vekja athygli á að hægt er að skoða Minjastofur og Vatnsdælurefil í Kvennaskólanum alla helgina milli kl. 13:00 – 17:00.
Einnig er Heimilisiðnaðarsafnið opið alla þessa daga frá kl. 10:00 – 17:00.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.