Pétur Rúnar með á móti Finnum í kvöld
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, er í liði Íslands sem mætir Finnum í dag í fyrri leik íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM 2019 í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:45 í Laugardalshöllinni og verður hann sýndur beint á RÚV2. Á vef KKÍ segir að von sé á góðri stemmningu á leiknum og miklum stuðningi við íslenska liðið sem er eins gott því 50 finnskir áhorfendur eru komnir til landsins til að styðja við bakið á sínu liði í Höllinni.
Fram kemur á kki.is að Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, geti mögulega breytt liðinu eitthvað fyrir seinni leikinn gegn Tékklandi sem fram fer á sunnudaginn kl. 16:00. Miðasala er í fullum gangi á Tix.is og eru áhugasamir hvattir til að fjölmenna í Höllina.
Þeir tólf leikmenn sem leika gegn Finnlandi eru eftirfarandi:
1 Martin Hermannsson Chalon Reims, Frakkland
6 Jakob Örn Sigurðarson Boras Basket, Svíþjóð
7 Pétur Rúnar Birgisson Tindastóll
8 Hlynur Bæringsson Stjarnan
9 Jón Arnór Stefánsson KR 1982
13 Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík
14 Logi Gunnarsson Njarðvík
15 Pavel Ermolinskij KR
19 Kristófer Acox KR
21 Ólafur Ólafsson Grindavík
24 Haukur Helgi Pálsson Briem Cholet Basket, Frakkland
34 Tryggvi Snær Hlinason Valencia, Spánn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.