Pétur flaggar líkt og fyrir 40 árum

Það var grill og sólskin á 25 ára afmæli Skagfirðingabúðar. Ólíklegt er að gestir fáí sólargeisla með grillinu í þetta sinn. MYND: ÓAB
Það var grill og sólskin á 25 ára afmæli Skagfirðingabúðar. Ólíklegt er að gestir fáí sólargeisla með grillinu í þetta sinn. MYND: ÓAB

Feykir sagði í vikunni frá því að Skagfirðingabúð á stórafmæli á morgun. Í tilefni af 40 ára afmælinu verður flaggað við Skagfirðingabúð og þótti við hæfi að fá vanan mann til verksins, nefnilega Pétur Pétursson frá Álftagerði sem dró einmitt fána að húni í tilefni af opnun Skagfirðingabúðar fyrir 40 árum.

Fleiri munu koma að verkinu og upplagt fyrir gesti og viðskiptavini að kíkja í heimsókn í Skaffó tíu í fyrramálið þegar flaggað verður. Það verður ekki einungis flaggað við búðina góðu því föstudag og laugardag verður allt að 40% afsláttur af fatnaði, skóm, gjafavöru, leikföngum, búsáhöldum, garni, bókum og ritföngum og 10% afsláttur af raftækjum og matvöru.

Á laugardag verður síðan grillveisla fyrir utan búðina frá kl. 13-15.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir