Perla Ruth valin íþróttakona Umf. Selfoss
Frammistaða Perlu Ruthar Albertsdóttur, handknattleikskonu frá Eyjanesi í Hrútafirði, er glæsileg í boltanum en hún leikur með Umf. Selfoss og íslenska kvennalandsliðinu. Í gær var hún valin íþróttakona ársins 2018 hjá Ungmennafélagi Selfoss og er það annað árið í röð sem hún hlýtur þann heiður. Þar með bætist enn einn íþróttamannstitillinn í safnið því um áramótin var hún valin íþróttamaður USVH árið 2018 og íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar.
Í greinargerð um Perlu segir að hún sé lykilleikmaður í liði Selfoss sem leikur í Olís-deildinni. Náði liðið sínum besta árangri keppnistímabilið 2017-2018 þegar það endaði í sjötta sæti. Hún tók þátt í öllum landsliðsverkefnum ársins og stimplaði sig inn sem lykilleikmaður í landsliðinu. Sjá nánar HÉR
Tengdar fréttir:
Perla Ruth íþróttamaður tveggja sveitarfélaga annað árið í röð
Perla varð íþróttamaður tveggja sveitarfélaga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.