Paintballvöllur á Húnavöku
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
17.07.2009
kl. 08.29
Paintballvöllur verður starfræktur á Glaðheimatjaldstæðinu laugardaginn 18. júlí, þ.e. á Húnavöku, ef veður leyfir. Völlurinn verður opnaður upp úr hádegi á laugardeginum og verður hann opinn eitthvað fram eftir degi.
Sérstakt Húnavökutilboð verður í gangi og kostar einungis 2.900 kr. í Paintball. Innifalið í verðinu er leikurinn og 100 kúlur. Aldurstakmark í Paintball er 15 ára. Eftir það er hægt að kaupa auka 100 kúlur fyrir 1.200 kr. Einnig verður hægt að fara í Lasertag ef veður leyfir og er aldurtakmark þar 8 ára. Allir áhugasamir eru hvattir til að nýta sér þetta góða tilboð og eiga skemmtilegan dag á tjaldstæðinu í leiðinni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.