Óvitinn virkur á ný
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.09.2009
kl. 15.10
Óvitinn sem er fréttasíða fjölmiðlavals Grunnskólans á Blönduósi er kominn í gagnið á ný og geta því kennarar, foreldrar og aðrir áhugasamir fylgst grannt með skólalífinu og öðru skemmtilegu sem birtist á vefnum.
Óvitinn var búin til um þetta leiti í fyrra og birti fréttir og annað efni sem kemur frá fjölmiðlavali og unglingadeildinni. -Óvitinn var hugmynd frá nemendum fjölmiðlavals í fyrra og mun vera hluti af fjölmiðlavali næstu árin allavegana, segir Óvitinn en nýjasta færslan er frá Guðbjörgu 10. b og Árnýju 9. b en þær eru ekki alveg sáttar við tyggjóbannið í skólanum þar sem ýmislegt jákvætt er hægt að finna við notkun jórturleðursins.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.