Óslandshlíðingar heiðraðir
Átthagafélagið Geisli í Óslandshlíð hélt upp á tíu ára starfsafmæli sitt laugardaginn 29. ágúst s.l. í Hlíðarhúsinu.Við það tækifæri voru nokkrir fyrrverandi búendur í Óslandshlíðinni heiðraðir fyrir störf sín í þágu byggðar í Óslandshlíð og einnig gerðir að heiðursfélögum í átthagafélaginu Geisla.
Heiðursnafnbót fengu þau Jóhannes Sigmundsson og Halldóra Magnúsdóttir í Brekkukoti, Halldór Ólafsson og Guðrún Jónsdóttir á Miklabæ, Kjartan Jónsson og Ingibjörg Stefánsdóttir á Hlíðarenda, Þorvaldur Gestsson og Ingibjörg Ólafsdóttir á Krossi og Rósa Bergsdóttir frá Marbæli.
Á tíu ára starfsferli átthagafélagsins hefur það staðið að ýmsum verkefnum skipulagt og ræktað fallegan lund með trjágróðri og komið þar fyrir áletruðum minnisvörðum um merka einstaklinga í hlíðinni og var það verkefni unnið í samstarfi við umhverfis og landbúnaðarráðuneyti.
Einnig var settur upp minnisvarði um upphaf félagsmálaþjónustu á Íslandi en samkvæmt skráðum heimildum var það bóndinn á Miklabæ sem stóð fyrir þeirri framkvæmd.Var þetta verk unnið í samstarfi við félagsmálaráðuneyti.Síðast enn ekki síst var komið upp minnisvarða um kennsluhætti fyrri tíma, svokallað farskólakerfi, sem var einna lengst starfrækt í skólahúsinu í Óslandshlíð og var það gert í samstarfi við menntamálaráðuneytið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.